Reglulega skapast umræða um ástand og uppbyggingu vega á Íslandi og er það skoðun einhverra að leysa megi vandann að hluta með því að innheimta vegtolla.
Maskína lagði því spurningu þess efnis fyrir almenning og sýna niðurstöðurnar að þeim sem eru fylgjandi vegtollum hefur fjölgað töluvert á milli ára og segjast nú um 43% fylgjandi vegtollum. Til samanburðar var sá hópur 25% þegar Maskína bar spurninguna upp árið 2017.
Ítarlgeri niðurstöður má finna í pdf-skýrslu hér.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu.
Alls voru svarendur 975, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar 2025.
Kílómetragjaldið yfir 300.000 kr. á ári – Eldsneytisverð mun hækka
Umræða