Við hér á ÖA höldum áfram að ljúka áföngum í baráttunni við Covid-19. Bólusetning starfsmanna er einn af þeim áföngum. Flestir starfsmenn Öldrunarheimilis Akureyrar hafa nú lokið fyrri bólusetningu og hluti starfsmanna er orðinn fullbólusettur. Þar af leiðandi erum við tilbúin til að aflétta frekar þeim takmörkunum sem verið hafa.
Frá og með mánudeginum 22. mars verður rýmkunin á reglum ÖA sem hér segir:
- Engar takmarkanir eru á fjölda gesta eða heimsókna til íbúa. Börn eru velkomin í heimsókn. Skilyrði fyrir heimsókninni er að spritta hendur við komu, nota grímur í sameiginlegum rýmum og fara stystu leið inn og út úr einkarými íbúa.
- Hjá íbúum hefur að mestu eðlilegt daglegt líf tekið við.
- Grímuskyldu starfsfólks er aflétt, en þeir sem óska eftir að nota grímur áfram er frjálst að gera það.
Áfram förum við eftir þeim reglum sem sóttvarnarlæknir setur og gætum að persónulegum sóttvörnum.
Umræða