-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Rússar vilja að Sigurður Ingi Jóhannsson biðjist afsökunar

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Rússneska sendiráðið vill að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Þar sagðist hann vona að „rússnesku þjóðinni beri gæfu til að losa sig við illmennin í Kreml sem er yfir stjórn þessa merkilega lands Rússlands.“ Rúv fjallar um málið á vef sínum.

Sendiráðið birti tvær færslur um málið, önnur er á íslensku en hin á ensku

„Vonandi verður stríðið ekki langt er nú búið að verða of langt nú þegar og vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi næst að stöðva þessi illvirki,“ sagði Sigurður Ingi

Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að íslenskur ráðherra sé að skipta sér af innanríkismálum Rússlands með svo afgerandi hætti. Stjórnvöld í landinu séu lýðræðislega kjörin og það sé ekki íslenskra ráðherra að ákveða hver sé við völd í Rússlandi. Því fari rússneska sendiráðið þess á leit við Sigurð Inga að hann biðjist afsökunar á ummælum sínum. Sendiráðið hefur lokað fyrir allar athugasemdir við færslur sínar samkvæmt fréttinni.

„Vonandi verður stríðið ekki langt, það er nú þegar búið að verða of langt og vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi næst að stöðva þessi illvirki,“ sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni um stríðið í Úkraínu og bætti því við hann vonaðist til að rússnesku þjóðinni bæri gæfu til að losa sig við illmennin úr Kreml.

Þá er ekki er langt síðan stjórnendur Facebook fjarlægðu færslu af Facebooksíðu sendiráðsins þar sem hún fór í bága við reglur miðilsins um upplýsingaóreiðu og falsfrétta. Sama færslan var fjarlægð af Facebooksíðum nokkurra annarra rússneskra sendiráða að þvi er fram kemur í fréttinni.