3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Mesta svindl sögunnar

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir kvótakerfið ónýtt og telur að ríkisstjórnin ætti að auka fiskveiðar

Horfði á myndina í sjónvarpinu um eitt mesta svindl sögunnar þegar óprúttnir svindlarar seldu franska ELF olíufyrirtækinu tækjabúnað, sem átti að finna olíulindir og kjarnorkukafbáta úr lofti með svokölluðum þefflugvélum.
Stjórnmálamenn og forsetar létu plata sig og milljarðar fóru í vaskinn. Allir trúðu svindlinu og enginn þorði að gagnrýna. Nútíma saga um nýju fötin keisarans.
Ég gat nú ekki gert af því að hugurinn reikaði hingað heim og rifjaði upp rúmlega fjörutíu ára gamalt loforð Hafró um 500 þús. tonna árlegan þorskafla, yrði farið að þeirra ráðum.
Það hefur ekki tekist en enn eru þeir að reyna og eru rétt orðnir hálfdrættingar á loforðinu. Og ráðamenn trúa enn að Hafró muni takast þetta, taka ekkert mark á gagnrýni og láta plata sig upp úr skónum líkt og Frakkarnir.

Fiskifræðingur segir kvótakerfið ónýtt

https://frettatiminn.is/fiskifraedingur-segir-kvotakerfid-onytt/