-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 8. febrúar 2023
Auglýsing

Mikilvægt að efla og styðja við alla innlenda matvælaframleiðslu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Of skammt gengið í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar

,,Mikilvægi er að efla og styðja við alla innlenda matvælaframleiðslu og þ.m.t. grænmetisrækt. Skilningur fólks á fæðuöryggi og að við séum sjálfbær með sem flesta þætti er að vaxa og það ber að styðja bæði við kjöt-, mjólkur- og grænmetisframleiðslu. Það verður gert m.a. með því að lækka raforkuverð og nýta innlenda orku til innlendrar framleiðslu og við eigum að lækka raforkuverð til iðnaðar- og matvælaframleiðslu og eigum að vera í fararbroddi hvað það varðar.“ Sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins á fjarfundi flokksins.
Stilla þarf upp aðgerðarpökkum fyrir fyrirtækin og heimilin, þannig að þau trúi því að það náist til lands í baráttunni en of skammt hefur verið gengið í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. Atvinnurekendur eru miður sín í ferðaþjónustunni og víðar, þetta eru hamfarir sem dynja yfir fyrirtækin og ekki eðlilegt ástand og tekjuhrun á svo mörgum stöðum.
Tekjur eru jafnvel engar og fyrirtækin eiga ekki fyrir launum, leigu, þjónustugjöldum eða öðrum föstum kostnaði. Fastan kostnað þarf að ná utan um og að gengið verði til aðgerða til þess. Þar þurfa stjórnvöld að senda út skilaboð um að gengið verði miklu lengra, mjög fljótlega. Fullt af sköttum munu ekki innheimtast og ekkert hjá þeim fyrirtækjum sem fara í gjaldþrot.
Ganga þarf miklu lengra og draga úr íþyngjandi regluverki. Aðgerðarpakkinn er því miður bara upp í nös á ketti varðandi innviðauppbygginguna og ríkisstjórnin er að taka allt of lítil og hæg skref á tímum þegar aldrei hefur verið auðveldara að fjármagna verkefnin. Verktaka vantar verkefni strax, á sama tíma og engin vandamál eru með fjármagn og Þessi merki þarf að senda út eins fljótt og hægt er svo fyrirtækin og fólkið trúi á að málin muni leysast.
Þá sagði Bergþór að erfitt hefði verið að fá ríkisstjórnina að borðinu varðandi það að tryggja laun launafólks, nema hjá sjálfstætt starfandi listamönnum en slegið hafi verið um þá skjaldborg. Ný fyrirtæki munu eiga erfitt með að fá aðstoð og fjölmennir hópar, fyrirtæki og launþegar hefðu fallið milli skips og bryggju,
Varðandi efnahagsmálin, þá geti verðtryggingin farið upp og hækkað lán hjá öllum og stjórnvöld verði að vera tilbúin að taka verðtrygginuna úr sambandi ef í óefni stefnir. ,,Ég er hræddur um að tímabundið ástand gæti komið upp og þá þarf að berjast gegn því.“
Þá var rædd lækkun vaxta á Íslandi og þar kom fram að bankarnir lækka ekki vexti eins og við var búist á sama tíma og Seðlabankinnn hefur lækkað stýrivexti niður í sögulegt lágmark. ,,Vextir hafa verið að lækka og Miðflokkurinn hefur barist fyrir lækkun vaxta um árabil og nú hafa þeir lækkað um 2% en betur má ef duga skal og leita skal leiða til að lækka vexti enn frekar.
Með lægri eiginfjárstöðu bankanna er örugglega enn meira svigrúm til að lækka vexti enn frekar. Bankakerfið er of stórt og kostnaðarsamt. Þá hafi verið tregða hjá bönkum að gefa eftir vaxtalækkun, þrátt fyrir lækkun stýrivaxta og sama væri kannski hægt að segja um olíufélögin, þegar heimsmarkaðsverð hefur hrunið, þá sé það ekki að skila sér til viðskiptavina.
Varðandi Orkupakkamálin þá séu þau alltaf til skoðunar en lengri tíma þyrfti til að ræða þau. Þá kom fram að álverið í Straumsvík sé búið að bjóða upp á vel launuð störf í áratugi og staðið sig vel í samstarfi við önnur fyrirtæki, grundartanga ofl.
Álverið í Straumsvík sé gríðarlega mikilvægt fyrirtæki og nú gangi allt út á að verja störfin. Þá væri æskilegt að framleiða meira heima úr áli.  Því sé spáð að ekki verði sama hækkun á orku og hefur verið vegna kreppunnar og rétt væri að nota innlenda orku hér heima og efla innlenda matvöruframleiðslu. Ýmis önnur mál voru rædd og spurningarnar sem þingmennirnir fengu voru það margar að ekki náðist að svara þeim öllum og boðað var til framhaldsfundar.