• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 2. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja er aðeins 37% – Fylgi Samfylkingar er 26%

ritstjorn by ritstjorn
22. apríl 2023
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter
Mánaðarlega birtir Maskína fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu og nú liggja niðurstöður aprílmánaðar 2023 fyrir.
Þær sýna að fylgi Samfylkingarinnar heldur áfram að vaxa við eins og undanfarna mánuði og slítur sig nú frá öðrum flokkum með ríflega fjórðungsfylgi.
Munurinn á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, sem er næst stærstur, hefur ekki verið meiri á kjörtímabilinu. Munurinn mælist nú 7 prósentustig. Þessir tveir flokkar skipta nú með sér hátt í helmingi alls fylgis eða um 45%.

Framsókn dalar en VG bætir í

Framsóknarflokkurinn hefur tapað talsverðu fylgi frá síðustu kosningum þegar flokkurinn vann mikinn kosningasigur og uppskar rúm 17% atkvæða. Samkvæmt þessari mælingu hefur Framsókn tapað 7 prósentustigum síðan þá og segjast nú um 10% aðspurðra ætla að kjósa flokkinn. Flokkur forsætisráðherra, VG, er eini flokkurinn í ríkisstjórnarsamstarfinu sem bætir við sig milli mælinga en flokkurinn var í lágmarki í síðast mánuði þegar aðeins 6% aðspurðra sögðust styðja flokkinn. Núna hefur hann bætt 2 prósentustigum við sig og er með rúmlega 8% fylgi.

Píratar yfir kjörfylgi og Viðreisn rýfur 10% múrinn
Píratar hafa undanfarna mánuði mælst yfir kjörfylgi sínu þegar flokkurinn hlaut 8,6% atkvæða. Hann er nú með 11-12% fylgi. Fylgi Viðreisnar er 10-11% og er það með bestu mælingum Maskínu á Viðreisn. En flokkurinn hefur aðeins tvisvar sinnum áður rofið 10% múrinn á þessu kjörtímabili, en það var í síðasta mánuði og í apríl á síðasta ári.

Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistar á svipuðum slóðum
Fylgi Miðflokksins hefur haldist stöðugt að undanförnu og er nú 6%. Það sama er uppi á teningnum hjá Sósíalistum og Flokki fólksins sem eru báðir með fylgi á bilinu 4-5%.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dregst áfram saman
Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja hefur síðastliðna tvo mánuði verið rétt um 39% og hafði þá ekki verið lægra á kjörtímabilinu. En nú dregst það enn meira saman og er samkvæmt þessari Maskínukönnun í lok apríl 2023 eru flokkarnir samanlagt með slétt 37%. Þetta gerist þrátt fyrir að Vinstri græn réttu heldur úr kútnum.

Ítarlegri niðurstöður má finna í pdf-skýrslu hér.

  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?