Hugleiðingar veðurfræðings
Hæð vestur af Írlandi þokast í átt að landinu. Útlit fyrir fremur hægan vind og víða léttskýjað í dag. Hiti að deginum 5 til 13 stig, mildast sunnan og vestanlands. Ekki verða miklar breytingar í veðri næstu daga, milt og úrkomulítið. Um miðja viku verður áttin norðlægari og þá fer að kólna á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 22.04.2024 06:31. Gildir til: 23.04.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt og léttskýjað. Skýjað með köflum vestantil á morgun og líkur á súld við ströndina. Hiti 5 til 13 stig að deginum. Spá gerð: 22.04.2024 10:23. Gildir til: 24.04.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 11 stig yfir daginn, hlýjast vestanlands.
Á fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað á Norður- og Austurlandi og hiti 1 til 5 stig, en bjart með köflum sunnanlands með hita að 10 stigum yfir daginn.
Á föstudag:
Norðan 5-10 m/s. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og hiti 5 til 12 stig að deginum, en skýjað um landið norðaustanvert með hita kringum frostmark.
Á laugardag og sunnudag:
Breytileg átt og stöku skúrir eða él. Hiti 3 til 9 stig yfir daginn, en í kringum frostmark um landið austanvert.
Spá gerð: 22.04.2024 08:19. Gildir til: 29.04.2024 12:00.