Í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar, bls.17, kemur fram að Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, Axel Ísaksson og Jón Már Jónsson, sem allir eiga sæti í framkvæmdastjórn Síldarvinnslunnar séu eigendur Hraunlóns. Þeir keyptu félagið í lok árs 2020.
Alls á Hraunlón um 27,5 milljónir hluta í Síldarvinnslunni og greiddi fyrir þann hlut um 640 milljónir króna fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Sá hlutur er nú metinn á 1.595 milljónir króna og hefur því hækkað um 955 milljónir króna á fjórum mánuðum.
Hraunlón er að selja 37 prósent af eign sinni og fékk, líkt og áður sagði, 608 milljónir króna fyrir. Áfram mun félagið eiga um eitt prósent í Síldarvinnslunni sem er metið á um einn milljarð króna. Þetta er fyrir utan arðgreiðslur sem greiddar verða yfir sama tímabili.
Hvar kemst maður í svona díla?
Nú er ljóst að lífeyrissjóðirnir hafa skráð sig fyrir milljörðum í Síldarvinnslunni og þannig fullkomnað arðránið með því að nota peninga almennings í að kaupa upp auðlindir í eigu almennings.
https://gamli.frettatiminn.is/13/05/2021/hlutabref-i-sildarvinnslunni-seldust-a-297-milljarda-25-milljardar-til-samherja-og-kjalkaness/