8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Ölvaður ökumaður með tvö ung börn í bílnum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Á tímabilinu frá klukkan 19:00-07:00 komu 109 verkefni sem lögreglan hefur sinnt, þar af 75 verkefni frá klukkan 23:00. Verkefnin voru af ýmsum toga þ.e. ýmsar aðstoðarbeiðnir s.s. við að komast á sjúkrastofnun, ágreiningur á milli einstaklinga, minniháttar atvik í kringum rafskútur, aðstoð vegna veikinda, ýmsar tilkynningar vegna hegðunar fólks eða vegna aksturs ökutækja, útköll vegna hávaða, dýr og margt fleira sem telst vera verkefni lögreglu.

Klukkan 00:56 var karlmaður handtekinn í miðborginni vegna gruns um ölvunarakstur. Hann reyndist vera með tvö ung börn í bifreiðinni og þeim var komið í hendur barnaverndaryfirvalda. Ökumaður var sviptur ökuréttindum sínum á staðnum en hann neitaði að gangast undir rannsóknir sem honum bar samkvæmt lögum. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatökum. Viðkomandi gistir fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann síðar í dag.