Hugleiðingar veðurfræðings
Lægðin sem er búin að vera skammt vestur af landinu að undanförnu og stýrt veðrinu fer yfir Vestfirði og áfram austur með norðurstöndinni í kvöld og nótt og á morgun verður hennar áhrif horfin af landinu seinnipartinn á morgun.
En þá verður næsta lægð koma inná suðvesturhornið með suðaustan strekking, vætu og mun meiri hlýindi en núverandi lægð hefur boðið uppá. Síðan er útlit fyrir ágætlega milda daga en þessu milda suðlæga lofti fylgir allmikill raki. Spá gerð: 22.05.2024 06:30. Gildir til: 23.05.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 5-13 í dag. Skúrir á vestanverðu landinu, en hægari og bjart með köflum fyrir austan.
Lægir og þurrt að kalla í nótt og í fyrramálið. Gengur í suðaustan 8-13 með rigningu síðdegis, fyrst suðvestantil, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi.
Hiti 4 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.
Spá gerð: 22.05.2024 04:01. Gildir til: 23.05.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða skúrir eða slydduél, en gengur í suðaustan 8-13 með rigningu á vestanverðu landinu síðdegis, fyrst suðvestantil. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning eða súld með köflum, en hægari og yfirleitt þurrt austantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag:
Austlæg átt, 3-10 m/s og hlýtt, en hvassari syðst. Dálítil væta suðaustantil, en annars þurrt að kalla.
Á sunnudag og mánudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og víða skúrir og milt veður.
Á þriðjudag:
Hæg norðaustlæg átt. Bjartviðri suðvestantil, en annars víða skýjað. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 21.05.2024 20:03. Gildir til: 28.05.2024 12:00.