Korter yfir tíu í gærkvöldi var maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hnífi og að hafa framið líkamsárás, haft í hótunum, brot á vopnalögum og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu.
Maður var vistaður í fangageymslu lögreglunnar eftir að tilkynning barst um að hann væri að bera sig við Austurvöll í nótt.
Lögregla sótti manninn upp úr klukkan hálf fjögur í nótt en hann var þá í haldi dyravarðar við Austurvöll sem náðu að yfirbuga hann. Skv. dagbók lögreglunnar. Þar sem að maðurinn var ekki viðræðuhæfur vegna ölvunar, var vistaður í fangageymslu.
Margir voru stöðvaðir af lögreglunni í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undur áhrifum áfengis og vímuefna en eins og kom fram í skýrslu lögreglu, þá hefur verið sett sögulegt met í ölvunar og fíkniefnaakstri nú í sumar.
Umræða