Tveir menn hafa verið fluttir á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi vegna sjóslyss út undan Njarðvíkurhöfn. Mikill viðbúnaður var við höfnina.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ekki er unnt að greina frá ástandi þeirra að svo stöddu og ekki verða veittar frekari upplýsingar að sinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og var mikill viðbúnaður við höfnina. Neyðarlínu barst tilkynning klukkan 19:39 um sjóslys út af Njarðvíkurhöfn, þar sem greint var frá því að tveir menn voru í sjónum.
Umræða