Í fréttum hjá lögreglu er þetta helst frá 05-17 í dag:
Tveir gista fangageymslur vegna mála í rannsókn. 175 mál eru skráð í kerfi lögreglu á þessum tíma. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
- Tilkynnt um innbrot á bar í 101.
- Tilkynnt um óvelkominn aðila í skúr í 104. Kom í ljós að enginn hafði verið inni.
- Tilkynnt um aðila í slæmu ástandi í hverfi 101. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis en afþakkaði alla aðstoð.
- Tilkynnt um umferðaróhapp.
- Tilkynnt var um þjófa sem voru endurþekktir frá því í gær. Þeir handteknir af lögreglu.
- Tilkynnt var um týndan kött. Lögregla kom á vettvang og aðstoðaði en kötturinn fannst ekki þrátt fyrir leit.
Lögreglustöð 2
- Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 220.
- Tilkynnt um bifreið sem var lagt fyrir innkeyrslu. Lögregla fór á vettvang.
Lögreglustöð 3
- Tilkynnt um gesti á hóteli sem voru að neyta fíkniefna. Aðilar voru farnir er lögregla kom á vettvang.
- Tilkynnt um þjófnað verslun í hverfi 109.
- Tilkynnt um slagsmál í líkamsræktarstöð.
Lögreglustöð 4
- Tilkynnt um rán og frelsissviptingu í hverfi 110. Málið er nú í rannsókn.
- Ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur. Ökuhraði mældur 90 km/klst á götu þar sem að hámarkshraði er 60 km/klst.
Umræða