Ríkisstjórnin vill vegaskatta á bíleigendur – Skattar að nálgast 80 milljarða
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um vegamál og mikil óánægja hefur verið með hversu lítið af skatttekjum ríkissjóðs af eigendum ökutækja hafa á undanförnum árum verið að renna til vegamála. FÍB hefur reglulega vakið athygli á málinu og gerir enn, en talað fyrir daufum eyrum ríkisstjórnarinnar.
Bent hefur verið á að uppsafnaður vandi, vegna þess að skatttekjurnar hafa verið notaðar í allt annað en vegamál, sé á bilinu 300-400 milljarðar. Ríkið ætlar ekki að nota nema brotabrot af fé til þess að minnka þann uppsafnaða vanda, til vegamála í ár. En er meira umhugað um að setja vegaskatta á bíleigendur m.v. það sem að samgöngu og fjármálaráðherra hafa verið að leggja til málanna.
Óánægja er með að þær árlegu skattheimtur sem á bíleigendur eru lagðar skuli vera nýttar í allt annað en málaflokkinn, þrátt fyrir uppsafnaðan vanda með tilheyrandi slysahættum á vegum landsins. Hafa t.d. íbúasamtök staðið fyrir mótmælum vegna þessa.
Jafnframt hefur verið bent á að miðað við það hversu lítið af ofurskattlagninu á bíleigendur renna í raun í málaflokkin, þá ætti að lækka skattana um 75% eða í samræmi við það sem að er raunverulega verið að kosta til af hálfu ríkisins vegna bifreiða.
2 milljónir ferðamanna hafa komið til landsins árlega undanfarin ár með um 400 milljarða inn í hagkerfið og notað vegi landsins og þeir því slitnað mun meira en áður. En á sama tímabili hefur ekki einu sinni verið hægt að halda vegum við, þrátt fyrir sögulega miklar skatttekjur af ferðamönnum.
FÍB hefur haft þungar áhyggjur af því hvernig bíleigendur eru ofur skattlagðir og að sú skattheimta fari í allt aðra málaflokka en er varða vegamál t.d. og á kostnað umferðaröryggis eins og oft hefur verið bent á. Ríkisstjórnin samþykkti í apríl, tillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um að veita fjögurra milljarða króna framlag til brýnna vegaframkvæmda árið 2018 úr almennum varasjóði sem fjármála- og efnahagsráðherra fer með. Sú staða sem var og er uppi varðandi slæmt ástand vegakerfisins og viðbótarviðhaldsþörf hefur jafnframt áður verið rædd í ráðherranefnd um ríkisfjármál.
,,Afar brýnt er að verja þau verðmæti sem liggja í vegakerfinu en vandinn mun vaxa ef ekki verður brugðist við í tæka tíð. Lélegt viðhald dregur einnig mjög úr umferðaröryggi. Þörfin er um allt land og verður nú mætt að nokkru leyti með viðbótarframlagi úr ríkissjóði. Þetta mun gera okkur kleift að ljúka strax á þessu ári mikilvægum vegabótum, sem ella hefðu þurft að bíða fram á næsta ár. Á fjárlögum eru að auki ætlaðir 8 milljarðar kr. til viðhalds í ár, þar af er áætlað að verja 3,7 milljörðum króna til að endurnýja slitlög og 1,6 milljarði króna í styrkingarframkvæmdir.“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um málið í vor.
Ráðherra segir óhjákvæmilegt að taka upp einhverskonar veggjöld
Líkt og vegfarendur margir hafa tekið eftir þá hefur mikið verið að gera í viðhaldi vega í sumar. Það hefur þurft að loka vegum og fólk hefur tafist um stund vegna stórra sem smárra verka. Þessi verk eru nauðsynleg en í sumar hefur verið unnið fyrir meira fé en mörg undanfarin ár. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Síðan hefur rigningatíð fyrri hluta sumars leitt til þess að enn meira hefur verið umleikis nú síðsumars. Nefna má tvö stórverkefni sem er malbikun á Hellisheiði og lagning ný slitlags á Ölfusárbrú. Í Ölfusárbrú, sem þurfti að loka í nokkra daga, fóru 25 m3 af hástyrkleika steypu þar sem 600 kg af sementi fóru í hvern m3, Alls komu um 8 mismunandi aðilar að verkinu og m.a. þurfti að taka niður handrið og gera klárt fyrir mögulegan neyðarakstur yfir brúna.
Eins og áður sagði verður aldrei meira fé varið til viðhalds í vegakerfinu en í ár verða settir 12 milljarðar í þennan málaflokk. Mikið hefur verið unnið í sumar við lagfæringu á vegum sem voru orðnir slæmir vegna lélegs viðhalds síðustu ára og eins vegna slæms veðurfars síðasta vetur. Þetta kom m.a. í viðtali við Sigurð Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í viðtali í Býtinu á Bylgjunni.
Í viðtalinu við ráðherra kom fram að öll heildargjaldtaka sé í skoðun en aðaltekjuöflunin er af eldsneytisgjöldum. Starfshópur er að störfum til að útfæra leiðir til tekjuöflunar og sagði ráðherra ekki útiloka að taka upp veggjöld í einhverskonar mynd. Öll þessi mál væri til skoðunar.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/08/17/skattar-a-bila-nalgast-80-milljarda-en-adeins-25-millj-fara-i-malaflokkinn-sjalfstaedisflokkurinn-vill-fleiri-og-haerri-skatta-a-bilaeigendur/