Grímseyjarkirkja er brunnin til grunna. Engum verðmætum var hægt að bjarga eftir eldsvoðann sem þar kom upp fyrir miðnætti.
Kolbrún Björg Jónsdóttir, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, staðfestir þetta í samtali við mbl.is um miðnættið.
Greindi mbl.is fyrst frá því að mikill eldur logaði í Grímseyjarkirkju og unnu þá slökkviliðsmenn að því að ráða niðurlögum eldsins en engum varð meint af. „Síðan tekur rannsókn við og þá verða upptök eldsins rannsökuð,“ segir Kolbrún.