Þegar upptökur á þættinum Forystusætið, stóðu yfir, mánudaginn 13. september síðastliðinn kom upp alvarlegt atvik þegar upptökur á þættinum stóðu yfir. Þátturinn var að vanda tekinn upp í hádeginu í Útvarpshúsinu Efstaleiti en sýndur um kvöldið. Gestur þáttarins var Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, og spyrlar voru þær Rakel Þorbergsdóttir og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
Fréttatíminn hafði spurnir af málinu þann 13. september en að ósk Guðmundar Franklíns var ekki fjallað um málið þá, en nú hefur DV birt sína útgáfu af því sem gerðist á staðnum svo rétt þykir að segja frá því sem gerðist.
Þátturinn var í upptöku og spyrlarnir voru í óða önn að leggja spurningar fyrir Guðmund Franklín og eðli málsins samkvæmt hvíldu augu þeirra á honum. Guðmundur Franklín svaraði þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar og horfði framan í myndatökuvélina. Það sem gerist í framhaldinu er það að vélin fer að hristast til og færist um gólfið og að lokum fellur myndatökumaðurinn í gólfið.
Töluverður fjöldi starfsfólks var að vinna við upptökuna á þættinum og varð fólki verulega brugðið á tökustað. Samkvæmt upplýsingum sem bárust til Fréttatímans þann 13. september, var Guðmundur Franklín fyrstur til að átta sig á því að eitthvað mikið var að, og hann hljóp af sviðinu í miðri upptöku, þar sem var verið að taka viðtal við hann, og hljóp að starfsmanninum til fyrstu hjálpar.
Samkvæmt heimildum Fréttatímans var Guðmundur Franklín blóðugur eftir atvikið en sjúkrabíll og hjúkrunarfólk kom stuttu seinna á vettvang.
Allt starfsfólk Rúv og þeir sem komu að þættinum voru skiljanlega í sjokki og þurftu gott hlé til að jafna sig eftir þetta óvænta atvik, sem hefur víst aldrei komið fyrir áður í sögu Ríkisútvarpsins og að ósk Þáttastjórnenda og með samþykki Guðmundar var síðan haldið áfram með að klára upptökuna því henni hafði verið heitið í dagskrá um kvöldið.
Í frétt í dag segir að DV hafi haft samband við Guðmund Franklín, sem kannaðist við málið, en vildi þó ekki mikið tjá sig um það. „Ég gerði bara það sem allir hefðu gert í sömu sporum,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við DV.
„Já, ég stökk yfir salinn og kom honum til aðstoðar. Ég var hjá honum þar til sjúkralið kom. Það var bara mín skylda.“
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann en Guðmundur segir að hann hafi upplýsingar um að hann hafi komist til meðvitundar áður en lagt var af stað og honum heilsist vel. Þátturinn er tekinn upp í beinu rennsli og þurfti því að byrja á upptökunni upp á nýtt. Samkvæmt Guðmundi Franklín var viðstöddum mjög brugðið yfir atvikinu.“ segir í frétt DV.
https://gamli.frettatiminn.is/12/04/2020/thad-tharf-ekki-meira-blod-thad-dou-allir-gudmundur-opnar-sig-um-erfida-lifsreynslu/