Blindravinnustofan hélt upp á 80 ára afmæli sitt í síðustu viku. Blindravinnustofan var stofnuð í októbermánuði árið 1941. Fyrstu árin var vinnustofan staðsett á Laugarvegi, flutti þaðan á Grundarstíg og síðan í Hamrahlíð 17 þegar hús Blindrafélagsins var tekið í notkun.
Blindravinnustofan gegnir mikilvægu hlutverki í því að skapa blindu og sjónskertu fólki atvinnu og starfa þar í dag um 30 fatlaðir einstaklingar. Mikilvægasti hluti starfseminnar er pökkun á hreinlætisvörum sem seldar eru undir merkjum Blindravinnustofunnar.
Á þessum tímamótum heiðraði starfsfólk Blindravinnustofunnar helstu samstarfsaðila sína. Þeir samstarfsaðilar eru Bónus, Ó. Johnson og Kaaber og Vinnumálastofnun. Með samstarfinu er hægt að veita blindu og sjónskertu fólki stuðning til sjálfstæðis.