-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Mjög sáttur með veiðitímabilið

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Björn Hlynur Pétursson er iðinn með stöngina

Björn Hlynur Pétursson fyrr í sumar í Tungufljóti með særsta fiskinn sinn í sumar, 92 sentimetra.

,,Já ég er mjög sáttur með veiðitímabilið sem ég endaði í fyrradag í Eystri Rangá og ég veiddi fjóra laxa þar, þetta var fínt sumar“ sagði Björn Hlynur Pétursson, sem náði nánast upp á dag, að veiða alla daga í allt sumar. Já hann er með stöngina í hendinni allt sumarið.

,,,Ætli ég sé ekki búinn að veiða á milli sextíu og sjötíu laxa og þá hef ég veitt í hinum og þessum laxveiðiám, svo eru silungarnir nokkur hundruð sem maður hefur veitt. Mikið af stórum urriða á Kárastöðum en það er flott veiðisvæði. Ég er búinn að vera frekar mikið að veiða í sumar.

Var að veiða og var í Eystri Rangá í fyrradag. síðasta daginn og fékk fjóra laxa. Stærsti fiskurinn í sumar var í Tungufljótinu og hann var 92 sentimetrar. Sumarið hefur verið verulega flott og maður elskar að veiða eins mikið og hægt er á hverju ári . Maður er farinn að telja niður dagana í næsta veiðitímabil“ sagði Björn Hlynur enn fremur.