Tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmar 136 milljónir króna. Annar miðinn var keyptur á Ítalíu og hinn í Danmörku
Sænskur miðaeigandi datt í lukkupottinn þegar hann var einn með 1. vinning í EurJackpot og fær hann í sinn hlut rúmlega 1,6 milljarða króna.
Þá voru sex með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 16 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir í Finnlandi en hinir voru keyptir í Svíþjóð, Ítalíu, Noregi og Eistlandi. Af þeim 55 sem voru með 4. vinning var einn Íslendingur og fær hann 583.290 kr., en miðinn góði var keyptur í Hamraborg á Ísafirði.
Jóker: Einn var með 1. vinning og hlýtur hann 2 milljónir króna. Miðinn var keyptur á lotto.is. Þrír miðaeigendur voru með 2. vinning og fá 100.000 kr. Tveir miðanna eru í áskrift en sá þriðji var keyptur á N1, Akranesi
Umræða