6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Gengur í norðlæga átt á morgun, él eða slydduél

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Suðvestlæg átt, 13-18 m/s, sums staðar mun hvassara á N-landi um tíma og í Öræfum. Hiti 4 til 9 stig. Mun hægara og skúrir eða él V-til um kvöldið og kólnar. Breytileg átt 3-8 á morgun, en gengur í norðlæga átt 5-13, en 10-18 norðvestantil. Él eða slydduél á víð og dreif, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti kringum frostmark, en 0 til 5 stig við suðurströndina.

Hvöss norðanátt á miðvikudagsmorgun og éljagangur fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnantil. Dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn. Frost víða um landið. Ný lægð kemur með suðvestanátt og talsverðri úrkomu á fimmtudag. Hlýnandi veður.

Veðuryfirlit
300 km NV af Írlandi er 1036 mb hæð, sem þokast A og við Ammassalik er vaxandi 998 mb lægð á hreyfingu NA, en 450 km NA af Jan Mayen er 996 mb lægð á A-leið.

Veðurhorfur á landinu
Suðvestlæg átt, 13-18 m/s, sums staðar mun hvassara á N-landi um tíma og í Öræfum. Talsverð rigning á V-helmingi landsins, en úrkomulítið fyrir austan. Hiti 4 til 9 stig. Mun hægara og skúrir eða él V-til um kvöldið og kólnar.

Breytileg átt 3-8 á morgun, en gengur í norðlæga átt 5-13, en 10-18 norðvestantil. Él eða slydduél á víð og dreif, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti kringum frostmark, en 0 til 5 stig við suðurströndina.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestlæg átt 10-18 m/s og rigning, einkum síðdegis. Hægari og skúrir um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig. Vestlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun með slydduéljum. Hiti 0 til 4 stig. Gengur í norðlæg átt 8-13 um kvöldið og kólnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Snýst í norðan 8-13 m/s með éljum á N-verðu landinu, en hæg breytileg átt og skúrir eða slydduél syðra. Hiti yfirleitt kringum frostmark, en 0 til 4 stig við suðurströndina.

Á miðvikudag:
Hvöss norðanátt með snjókomu eða éljum í fyrstu, en þurrt að kalla sunnantil. Lægir smám saman og léttir til eftir hádegi, fyrst norðvestanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:
Vestlæg eða suðvestlæg átt með rigningu eða snjókomu víða um land. Norðlægari seinnipartinn með éljum, einkum fyrir norðan. Fremur svalt í veðri.

Á föstudag:
Norðlæg átt, allhvöss A-til og víða él, en kólnar ört í veðri.

Á laugardag:
Breytileg átt með éljum á víð og dreif og talsvert frost um land allt.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt með snjókomu víða. Hiti breytist lítið.