Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu nefndarinnar.
Þetta er önnur vaxtaákvörðunin í röð þar sem stýrivöxtum er haldið óbreyttum, það var líka gert 4. október. Vextirnir hafa þá staðið í stað síðan í ágúst, þegar þeir hækkuðu um hálft prósentustig úr 8,75% í 9,25%. Þá höfðu stýrivextir verið hækkaðir fjórtán sinnum í röð, en lægst fóru vextirnir í 0,75% vorið 2021.
Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar segir að að verðbólga hafi minnkað lítillega milli mánaða og undirliggjandi verðbólga einnig hjaðnað. Áfram séu vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði að vegna óvissu sem jarðhræringar á Reykjanesskaga skapi. Hafi peningastefnunefnd tekið ákvörðun um að hækka ekki stýrivexti meðal annars í ljósi hennar.