• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Þriðjudagur, 30. maí 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Unnið að sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka

ritstjorn by ritstjorn
22. desember 2020
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
0
Share on FacebookShare on Twitter

 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur útbúið greinargerð um ráðgerða sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við ákvæði laga. Greinagerðin og fylgigögn hafa verið send fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og þess óskað að umsagnir nefndanna liggi fyrir eigi síðar en þann 20. janúar 2021.

Í greinargerðinni koma fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð verði beitt og hvernig sölumeðferð verði háttað að öðru leyti. Þá hefur jafnframt verið óskað eftir formlegri umsögn frá Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð.

Eftir að umsagnir nefndanna og Seðlabanka Íslands liggja fyrir verður tekin endanleg ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar. Ráðherra getur í ákvörðun sinni gert breytingar á einstökum þáttum í fyrirhugaðri sölumeðferð, m.a. að teknu tilliti til athugasemda fjárlaganefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við greinargerðina.

Áform í samræmi við stjórnarsáttmála og eigendastefnu

Áformin um sölu eignarhlutanna eru í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og eigendastefnu ríkisins. Stefnt er að því að selja hlutina í almennu útboði og skrá öll hlutabréf í bankanum í kjölfarið á skipulegan verðbréfamarkað á Íslandi. Helstu markmið með sölu ríkisins á hlutum þess í bankanum eru eftirfarandi:

  •  að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu;
  •  að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði;
  • að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum;
  • að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma;
  • að auka fjárfestingarmöguleika fyrir innlenda einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst
  •  að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga.

Fylgigögn

  • Bréf til Alþingis 21.12.2020: Greinargerð um áformaða sölumeðferð á eignarhlutum Íslandsbanka hf.
  • Bréf til Seðlabanka Íslands 21.12.2020: Umsögn vegna sölumeðferðar á eignarhlutum Íslandsbanka hf.
  • Bréf til Bankasýslu ríkisins 21.12.2020: Tillaga um sölumeðferð á eignarhlutum Íslandsbanka hf
  • Greinargerð ráðuneytisins vegna sölu hluta í Íslandsbanka

Vilja 85% íslendinga ennþá að ríkisbankarnir verði Samfélagsbankar eða á að einkavinavæða þúsund milljarða gróða?

Discussion about this post

  • ,,Við eigum 900 milljarða en lepjum dauðann úr skel“

    ,,Við eigum 900 milljarða en lepjum dauðann úr skel“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Eitt dauðsfall er of mikið

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Lögreglumál: Ábúendur verði sviptir heimild til að hafa dýr í sinni umsjá

    0 shares
    Share 0 Tweet 0

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?