Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt eru þetta helstu málin:
Lögregla hafði afskipti af þremur mönnum sem voru grunaðir um fíkniefnasölu í miðborginni. Þeir lögðu á flótta en voru handteknir og færðir í fangageymslur. Þeir höfðu á sér fíkniefni oig fjármuni sem lögreglan tók í vörslu.
Fjórar líkamsárásir voru tilkynntar. Í tengslum við eina þeirra var einn handtekinn með ætluð fíkniefni í fórum sínum.
Afskipti voru höfð af tveimur ökumönnum, annar þeirra var án ökuréttinda og hafði ítrekað verið staðinn að akstri þrátt fyrir það.
Umræða