Í dag verður stífur útsynningur, 15-25 m/s, á öllu landinu með éljagangi um landið vestanvert en léttskýjað austantil. Gular viðvaranir eru í gildi á öllum spásvæðum á vesturhelmingi landsins vegna hríðar og ekki loku fyrir það skotið að ferðalög milli landshluta geti orðið erfið á því svæði.
Í nótt mun svo draga hægt úr vindi og morgundagurinn mun heilsa flestum landsmönnum með hægri breytilegri átt. Stöku él verða þó vestanlands fram undir hádegi en birtir til er líður á daginn. Eftir hádegi verður orðið hæglætisveður á öllu landinu en það verður þó skammvinn stund milli stríða því von er á lægð með stífa austanátt annað kvöld með snjókomu í fyrstu en síðar slyddu og rigningu með suður- og vesturströndinni þar sem hitastig mun ná að rísa yfir frostmark.
Helgarveðrið lítur þó þokkalega út, fremur hægur vindur og stöku él í öllum landshlutum.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 15-25 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Éljagangur, en léttskýjað austantil á landinu. Vestan 13-20 í kvöld. Dregur úr vindi í nótt, breytileg átt 3-10 m/s fyrir hádegi á morgun og úrkomulítið. Vaxandi austanátt og þykknar upp síðdegis, fyrst syðst. Austan 13-18 m/s og dálítil snjókoma um sunnanvert landið annað kvöld. Frost 1 til 7 stig, en frostlaust með suðurströndinni.
Spá gerð: 23.01.2020 10:14. Gildir til: 25.01.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hvöss austlæg átt og snjókoma, en slydda eða rigning sunnantil. Snýst í hægari suðlæga átt síðdegis. Frost 0 til 3 stig, en hiti að 4 stigum með suðurströndinni.
Á sunnudag:
Breytileg átt, víða 5-10 m/s, og snjókoma eða slydda með köflum. Frost 0 til 5 stig.
Á mánudag:
Fremur hæg suðaustanátt, að mestu skýjað og stöku él. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
Á þriðjudag:
Hæg austlæg átt og bjartviðri, en dálítli él austantil á landinu. Kalt í veðri.
Á miðvikudag:
Útlit austanátt og snjákomu á köflum, en þurrt á vestanverðu landinu. Frost um allt land.
Spá gerð: 23.01.2020 08:04. Gildir til: 30.01.2020 12:00.