,,Unnið að því að keyra málið í gegn með hraði og áður en kosið verður í haust“
,,Miðstjórn ASÍ ályktaði líka gegn sölu hlutar almennings í Íslandsbanka og í gær komu niðurstöður könnunar sem ASÍ lét gera meðal þjóðarinnar sem staðfestir andstöðu við þetta ferli. Skýr meirihluti er andvígur sölunni en innan við fjórðungur er fylgjandi henni. Að auki er afar skýr vilji til að stofna samfélagsbanka og voru meira en sex af hverjum tíu hlynnt því.
þrýstingur á söluna kemur ekki frá almenningi. Hvaðan þá?
Það er augljóst mál að stjórnvöld eru ekki í takti við þjóðarvilja í þessu máli. Enn er unnið að því að keyra málið í gegn með hraði og áður en kosið verður í haust. En það er alveg kýrskýrt að þrýstingur á söluna kemur ekki frá almenningi. Hvaðan þá er von að spurt sé?“ Segir Drífa Snædal formaður ASÍ.
Discussion about this post