Félagarnir fóru í ferð til Íslands sem hafði ýmis ævintýri í för með sér
KLOVN 3 : THE FINAL eða Endalokin nálgast, eins og hún heitir á íslensku, var frumsýnd á dögunum og óhætt er að mæla með myndinni sem er sú besta af þeim þremur sem þeir félagar hafa sent frá sér, Fréttatíminn var á staðnum.
Í tilefni af 50 ára afmæli Caspers býður vinur hans, Frank honum í strákaferð til Íslands. Ferðin fer hinsvegar ekki alveg samkvæmt áætlun eins og við má búast þegar þeir félagar eru annars vegar. Þetta er þriðja Klovn myndin en sú fyrsta fjallaði um það þegar Frank vildi verða faðir. Önnur myndin fjallaði um vinskap hans og Caspers. Þriðja og nýjasta myndin, KLOVN 3: THE FINAL fjallar um ástina og fleira og óhætt er að segja að þeir toppa hinar fyrri myndir með ótrúlegum uppátækjum og húmor.
Það gengur á ýmsu eins og hægt er að sjá í kynningarmyndbandinu hér að neðan og setur gosið í Eyjafjallajökli stórt strik í reikninginn. En ferðin til Íslands átti að vera stutt helgarferð í laxveiði í Selá, en málin taka aðra stefnu og eins og oft áður. Hafa þessir félagar enga stjórn á aðstæðum, frekar en fyrri daginn.
Bíómyndin er sú besta af þeim sem hafa verið gerðar og fyndnasta og ef má marka hláturinn í salnum þá er það samhljóma álit allra sem þar voru.