VR hefur ákveðið að slíta sig úr svokallaðri breiðfylkingu stéttarfélaga, það er samfloti stærstu stéttarfélaga innan ASÍ, í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari við ríkisútvarpið.
Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn halda viðræðunum áfram. Ástráður segist ekki geta lagt mat á það að svo stöddu hvaða áhrif þetta hefur á viðræðurnar. Hann segir þær ganga ágætlega, samkomulag hafði náðst í gær um forsenduákvæðið, sem tekist var hart á um, og fundað verður fram eftir degi.
Ástráður hefur beðið deilendur að tjá sig ekki við fjölmiðla.
Umræða