5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Eldgos heldur áfram – 8500 jarðskjálftar

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Eldgos heldur áfram og hraunflæði virðist vera stöðugt. Engin gosaska mælist frá eldstöðvunum og er ekki mikil hætta á að gasmengun komi til með að valda miklum óþægindum nema næst gosstöðvunum.

Sérfræðingar Veðurstofunnar fóru í gær að gosstöðvum að mæla gas. Vísbendingar eru um að gasútstreymi frá eldgosinu sé svipað og daganna áður, og en mældist gas yfir hættumörkum í nánd við hraunjaðarinn. Vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem grjóthrun hefur orðið og getur orðið við frekari jarðhræringar.

Í gær mældist um 170 jarðskjálftar, sá stærsti 2,8 að stærð rétt SA af Keili. Frá miðnætti hafa um 100 skjálftar mælst.

Um 8500 jarðskjálftar mældust í liðinni viku með sil-mælakerfi Veðurstofu Íslands, sem er mun minna en vikuna á undan þegar um 19000 jarðskjálftar mældust. Langflestir þeirra eru staðsettir á Reykjanesskaga þar sem öflug jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá 24. febrúar og úti fyrir Reykjanestá. Einn skjálfti yfir M4,0 að stærð mældist þann 15. mars kl. 22:31 um 2 km ANA af Fagradalsfjalli. Um 20 skjálftar yfir M3,0 að stærð mældust í vikunni, flestir staðsettir í og við Fagradalsfjall og út fyrir Reykjanestá.

Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í Geldingadal þann 19. mars um kl. 20:45. Búið er að fara handvirkt yfir tæplega 1900 skjálfta af 8500 og því er rétt að taka fram að einhverjir skjálftar sem kunna vera yfirfarnir síðar í tíma eru kanski ekki tilteknir í þessu vikuyfirliti.