Grotnandi innviðir með núverandi kvótakerfi og hafnarmannvirki í Höfnum sem er samt víst öryggi fyrir sjófarendur telst nú ónýtt mjög víða.

Grófin í Keflavík sömuleiðis þolir ekki tvo báta við flotbryggjur yfir vetrarmánuðina sér í lagi ef þeir telja yfir 10 metra. Þá hefur ríkið ekki fjármagn frá núverandi kvótakerfi til að viðhalda innviðum sem kostuðu þjóðina hundruði miljarða síðustu áratugina.

Hvernig á að lesa þetta öðruvísi að hafnarmannvirki sem eru byggð til öryggis fyrir sjómenn fyrir fjármagn ríkisins að hluta sé nú ekki að uppfylla öryggiskröfur og því mætti segja að tvísýnt sé að tryggingarfélög geti treyst á eðlilegt viðhald og því sé vafamál hvot hafnarmannvirki sé þannig í stakk búið að ekki sé hægt að heimfæra tjón það sem verður á eigum þeirra sem nota verði rakið til vanrækslu bæjaryfirvalda á mannvirkjum sem byggð vóru fyrir styrki frá ríkinu.
Þetta ástand að bátur sem legið hefur í þessari höfn í tug ára sé nú allt í einu of stór fyrir Grófina er að segja manni eitt viðhald á höfninni er ábótavant og tvísýnt hvort tjón það sem verður sé á eiganda eða bæjaryfirvöld vegna vanrækslu á viðhaldi.
Er starfandi stjórn starfi sínu vaxin?
Hvers vegna eru mannvirkjum ekki viðhaldið eins og lög gera ráð fyrir.
Þetta er öryggismál fyrir fólkið sem treystir á að það sé sem styðst í höfn í vályndum veðrum sem geta skollið á með litlum fyrirvara.


