Afskipti voru höfð af ökumanni bifreiðar þar sem hann var spólandi á á bifreiðastæði við Bessastaðastofu. Ítrekað mátti litlu muna að ökumaðurinn velti bifreiðinni við þessa athöfn sína. Farþegi úr bifreiðinni var fyrir utan bifreiðina að mynda gjörninginn.
Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur sviptur ökurétindum. Maðurinn var laus að lokinni upplýsinga- og sýnatöku.
Umræða