Sakaðir um skipulagða glæpastarfsemi, skattsvik og peningaþvætti, þar á meðal eru tveir ráðherrar
Ákæruvaldið í Namibíu ætlar að reyna að fá tvo Íslendinga sem sæta ákæru í Fishrot- málinu framselda til Namibíu. Málflutningur í máli ríkissaksóknarans í Namibíu gegn sakborningum í Fishrot málinu hófust í gær í höfuðborginni Windhoek. Ákæruvaldið fór fram á frest í málinu og varð verjandi við þeirri beiðni. Ákæran er í fjórtán liðum. Margir þeirra snúa að Íslendingunum en þeir eru meðal annars sakaðir um hafa brotið gegn lögum um skipulagða glæpastarfsemi og stundað bæði skattsvik og peningaþvætti. Fjallað er ítarlega um málið á vef ríkissjónvarpsins.
Fram hefur kommið í máli saksóknara í málinu, Ed Marondedze, að þrír sakborningar, það eru fyrirtæki í eigu Samherja, sem Egill Helgi Árnason stýrði, Egill persónulega og Aðalsteinn Helgason, sem einnig kom að stjórnun fyrirtækja í eigu Samherja í Namibíu, hefðu ekki komið fyrir dóminn þar sem ríkið væri ekki búið að fullklára framsalsbeiðnir gegn þeim.
Ríkissaksóknari í Namibíu birti ákæruskjölin í byrjun febrúar en samkvæmt þeim eru 26 ákærðir, bæði fyrirtæki og einstaklingar, að því er fram kemur í frétt rúv.is
