Kvikmyndin Stella í orlofi er einhver allra mesta perla íslenskrar kvikmyndasögu. Aðstandendur myndarinnar hafa tekið hana í gegn með því að hreinsa upp hljóð og mynd sem hefur skilað sér í útgáfu sem nýtur sín ótrúlega vel á stórum bíótjöldum Smárabíós.
Að þessu tilefni ætlar Smárabíó, eitt fullkomnasta kvikmyndahús landsins, að endurfrumsýna myndina í þessum gæðum. Myndin verður endurfrumsýnd 12.júní, en daginn áður eða fimmtudaginn 11.júní verður sérstök partý forsýning á myndinni þar sem hitað verður upp með skemmtilegu PubQuiz í anddyri bíósins. Spurningarnar verða tengdar myndinni og verða frábærir vinningar í boði. Pubquiz byrjar kl. 19:00 og myndin kl. 20:00.
Takmarkað framboð miða verður á partý forsýninguna, þannig að við hvetjum þá hópa og einstaklinga sem vilja láta ljós sitt skína í Stellu PubQuiz-inu að skella sér inná www.smarabio.is/smarabio/stella–orlofi og tryggja sér miða.
Selt verður í sæti og tryggt að það sé 1 sæti á milli hvers hóps. Einnig eru sæti í boði í salnum sem tryggja 2 metra á milli næsta hóps. Myndin kemur svo í almennar sýningar föstudaginn 12. júní og verður boðið upp á stórskemmtileg hópatilboð á myndina með skemmtun fyrir eða eftir mynd!