Fjölmiðlar hafa bent á að kostnaður Katrínar Jakobsdóttur vegna auglýsinga fyrir kosningabaráttuna séu um hundrað milljónir króna og að Katrín eyðir 100 milljónum í kosningabaráttuna og að útgerðarfyrirtæki og auðmenn eru sagðir borga framboð hennar.
Í Mannlífi kemur fra, að: ,,Kapphlaupið um Bessastaði standi nú sem hæst. Fremstir frambjóðendanna eru þær Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem báðar búa yfir miklum þokka og visku sem heillar kjósendur.
Mikill munur er þó á fjárráðum þeirra tveggja. Halla Hrund upplýsti í Mannlífi að hún hygðist eyða á bilinu 10 til 20 milljónum króna í slaginn. Katrín fer aftur á móti mikinn og auglýsir á dýrasta tíma í Ríkissjónvarpinu.
Í DV er fullyrt að auglýsingakostnaður Katrínar stefni yfir 100 milljónir króna og stórir aðilar í sjávarútvegi standi að baki henni í slagnum. Sem dæmi um kostnað er bent á að löng sjónvarpsauglýsing hafi „verið sýnd margsinnis á hverju kvöldi í Ríkissjónvarpinu“ og hver birting á RÚV kosti svo á bilinu 4-500 þúsund krónum og hvert sjónvarpskvöld hlaupi á milljónum.
Óljóst er hverjir hinir stóru aðilar sem DV tilgreinir eru en bent skal á að Katrín auglýsir í Mogganum sem leynt og ljóst styður Katrínu. Mogginn er að mestu í eigu þeirrar umdeildu Guðbjargar Matthíasdóttur hverrar þræðir liggja víða um samfélagið. Svo gæti farið að auglýsingapeningarnir réðu úrslitum um það hver verður næsti forseti Íslands …“
Ríkið greiddi 100 milljónir til fyrirtækis sem starfar fyrir Katrínu Jakobsdóttur