Reynt var að brjótast inn í bíl Herberts Guðmundssonar, tónlistarmanns, í nótt.
,,Honum varð ekki kápan úr því klæðinu þeim sem reyndi að brjótast inn í bílinn minn í nótt og stela golfsettinu og kerrunni honum tóks það ekki enda fer ekki hver sem er inn í Subaru Forester.
En hinsvegar sit ég eftir með talsvert tjón.
En það verður gaman að skoða skíthælinn í öryggismyndavéla tökunum sem er aðgengileg fyrir íbúa hér í Kríuhólunum.“ Segir Herbert og vitni eru jafnframt beðin um að gefa sig fram.
Umræða