Þingfundi var slitið á Alþingi upp úr klukkan tvö í nótt er umræðum um samgönguáætlanir var frestað en önnur mál voru tekin af dagskrá.
Þingmenn Miðflokksins voru með áberandi mestan ræðutíma nú í lok þingsins og mest var rædd andstaða við Borgarlínu sem þingmenn flokksins eru á móti.
Eldhúsdagsumræður verða á Alþingi annað kvöld og svo fara sumarfrí að bresta á.
Umræða