Vændiskonur geta ekki greitt skatt: „Sænska leiðin gerir þær starfhæfar, en samt skattalega ósýnilegar“
Þó starfsemi vændiskvenna sé hvorki refsiverð né bönnuð samkvæmt íslenskum lögum, geta þær ekki gefið upp tekjur til skattayfirvalda á hefðbundinn hátt. Ástæðan er einföld: þær mega ekki gefa út reikninga, því kaupandinn – er ólöglegur er samkvæmt „sænsku leiðinni“ – og má ekki vera til í bókhaldi vændiskvenna.
„Okkur berast reglulega fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja skila skatti af vændistekjum en þær geta einfaldlega ekki gert þá.
Samkvæmt kerfinu eru þær ekki til sem atvinnurekendur ef þær geta ekki gefið út löglegan reikning með virðisaukaskatti, og við getum ekki þvingað skattaöflun þegar engin formleg viðskipti eru skráð,“ segir starfsmaður í framtalsdeild Skattsins.

Reikniriti til að meta veltu vændis á Íslandi, byggt á fjölda auglýsinga, framboði, eftirspurn og tæknilegri greiningu, bendir til þess að vændisstarfsemi kunni að velta að minnsta kosti 3–4 milljörðum króna árlega.
Ef skattlagning væri sambærileg og í sjálfstæðum rekstri, gætu tekjur hins opinbera numið allt að 1,2 milljörðum með virðisaukaskatti, tekjuskatti, tryggingagjaldi og lífeyrissjóði.
Ásamt töpuðum skatttekjum fer fjöldi vændiskvenna einnig á mis við öll önnur kerfi: þær leggja ekki til lífeyrissjóð, fá ekki bótaskráningu í sjúkra- og slysatryggingar, og eru útilokaðar af stéttarfélögum.
„Við erum með fjölmarga á vinnumarkaði sem vilja gjarnan standa skil á skatti en eru svo gott sem lokaðar inni í óformlegu kerfi vegna löggjafarinnar. Fyrir vikið skapast svartur markadur sem á endanum grefur undan trausti á skattkerfinu í heild,“ segir starfsmaðurinn.
Mikil umræða hefur skapast um þessa stöðu: þar sem starfsemin er hvorki bönnuð né leyfð, en þó þannig útsett að engin formleg tekjuöflun getur farið fram. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Hollanda, hafa lögfest vændi sem viðurkenndan atvinnurekstur til að minnka skattsvik, vernda starfsmenn og stýra eftirliti.
Á Íslandi hefur umræðan að mestu snúst um ábyrgð kaupenda og siðferði vændis, ásamt tengslum þess við mansal, en minna verið fjallað um hinar raunverulegu afleiðingar á skattkerfið og örýggi þeirra sem starfa við vændi.
Spurningin er hvort tími sé kominn til að ræða málið sem skatt- og vinnumarkaðsmál frekar? Ríkið tapar milljörðum árlega og starfsmenn sitja eftir með engin réttindi.
Endurskoðun virðist nauðsynleg ef markmið laganna er raunveruleg vernd – en ekki bara lagaleg tvísýna.