Vændiskonur á Íslandi – Starfsemi þeirra og viðbrögð stjórnvalda
Á Íslandi hafa verið vaxandi áhyggjur vegna komu erlendra vændiskvenna sem koma til landsins sem ferðamenn en stunda vændi á hótelum eða í leigðum íbúðum. Lögregla hefur staðfest að ótrúlegur fjöldi kvenna stunda vændi hér á landi.

Vændiskonur sem koma til Íslands nýta sér ýmsar leiðir til að komast framhjá lögum og eftirliti, sem gerir þeim kleift að stunda vændi á meðan þær halda sig innan ramma laga. Sumar hljóta vernd ríkisins og veglega fyrirgreiðslu m.a. húsnæði og peninga úr kerfi útlendingamála með tilheyrandi lögfræðikostnaði sem lendir á íslenskum skattgreiðendum.
Þessar konur nýta sér ferðamannastöðu sína, um frjálst flæði milli landamæra, til að komast til landsins án eftirlits. Þær auglýsa þjónustu sína á netinu og eru oft með tímabundin dvalarleyfi. Þrátt fyrir að lögregla hafi gripið til aðgerða á nærri 40 stöðum þar sem vændi og betl eru talin hafa þrifist, hafa þær konur oft neitað að taka á móti aðstoð og haldið því fram að þær stundi vændi af fúsum vilja.
Offramboð er af vændiskonum

Offramboð er af vændiskonum og það má segja að vændiskonur á Íslandi séu í boði ríkisstjórnarinnar sem horfir á þróunina án þess að gera neitt. Við erum oft á tíðum að tala um mansal og nútíma þrælahald, þar sem níðst er á konum með skipulagðri glæpastafsemi.
Íslensk stjórnvöld hafa tekið upp svokallaða „sænsku leið“ í löggjöf um vændi, þar sem sala á vændi er leyfð en kaup á vændi eru ólögleg. Þessi nálgun miðar að því að draga úr eftirspurn eftir vændi og vernda þá sem stunda það.
Hins vegar hefur reynslan sýnt að þessi löggjöf hefur ekki haft tilætluð áhrif á að draga úr komu erlendra vændiskvenna til landsins. Þrátt fyrir þessa löggjöf hefur vændi blómstrað á Íslandi og tengsl eru oft við innlend og erlend glæpasamtök.
Þessi staða krefst frekari umræðu og aðgerða til að takast á við vandann og vernda þá sem kunna að vera fórnarlömb mansals og misnotkunar.