Lögreglan á Selfossi vill vekja athygli vegfarenda á að fara mjög gætilega um Suðurlandsveg á Hellisheiði og í Kömbum vegna mikillar þoku.
Lögreglan og sjúkrabílar er að vinna við umferðarslys efst í Kömbum og má búast við umferðartöfum af þeim um óákveðinn tíma.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli.
Umræða