Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og sölu á eiturefni
.jpg?proc=newslist-frontpage)
„Þessi sakfelling sendir skýr skilaboð til þeirra sem reyna að hagnast af ólöglegri sölu eiturefna til manneldis“, er haft eftir starfsmanni bresku matvælastofnunarinnar FSA. Rannsókn FSA kom upp um hinn sakfellda.
Matvælastofnun hefur ítrekað varað við neyslu á DNP, sem enn virðist finnast á markaði. Efnið er mjög eitrað og ætti aldrei að neyta vegna þeirra alvarlegu aukaverkana sem því fylgja. Sala á fæðubótarefnum/matvælum sem innihalda DNP er ólögleg skv. matvælalögum.

Þeir sem verða varir við vörur sem innihalda 2,4-dínítrófenól (DNP) og eru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annarskonar sölu eru hvattir til að senda Matvælastofnun ábendingu eða upplýsa heilbrigðiseftirlitið á viðkomandi svæði.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/08/09/lifshaettulega-efni-enn-til-solu-sem-fitubrennsluefni/
Umræða