Tilkynnt var um átök í verslun í miðbæ Reykjavíkur, Þar hafði maður ráðist á öryggisvörð. Maðurinn var í banni í versluninni vegna fyrri mála og þegar átti að vísa honum út þá veittist hann að öryggisverðinum. Beitti hann meðal annars grjóti sem vopni. Öryggisvörðurinn fluttur á slysadeild.
Vopnaður og með þýfi
Tilkynnt um ofurölvi mann í borginni og lögregla reyndi að aðstoða manninn við að komast til síns heima en sökum ástand var ekki hægt að ræða við hann. Hann fékk að sofa úr sér í fangaklefa. Þá var tilkynnt sofandi mann í anddyri fjölbýlishúss. Þegar lögreglu bar að kom í ljós að maðurinn var einnig vopnaður og með þýfi meðferðis. Hann vistaður vegna málsins.
Umræða