Athöfnin hefur vakið mikla athygli fyrir utan landsteinana, sérstaklega í Namibíu
Samtökin Hróshópurinn og Raddir fólksins munu heiðra Jóhannes Stefánsson fyrir uppljóstranir hans í Samherjamálinu næstkomandi laugardag. Fréttablaðið fjallar um málið í blaði sínu og þar kemur fram að Ólafur Sigurðsson, einn forsvarsmanna Hróshópsins, segir fyrirhugaða athöfn hafa vakið mikla athygli fyrir utan landsteinana, þá sérstaklega í Namibíu. Sýnt verður beint frá viðburðinum á Facebooksíðu félagsins.
Hróshópnurinn og Raddir fólksins eru samtök sem eru þekkt fyrir að hafa staðið fyrir laugardagsmótmælunum í kjölfar hrunsins og fyrir að heiðra einstaklinga og framlög þeirra í þágu betra samfélags.
Tengt efni:
Namibíumenn vilja að Samherji skili peningunum og mótmæla orðum Bjarna Benediktssonar
https://gamli.frettatiminn.is/namibiumenn-vilja-ad-samherji-skili-peningunum-og-motmaela-ordum-bjarna-benediktssonar/