-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Norðaustan 10-18 m/s og él og norðan 13-23 m/s í kvöld og frost – Gular viðvaranir

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 10-18 m/s og él á norðurhelmingi landsins, en þurrt sunnatil og víða léttskýjað suðvestanlands. Gengur í norðan 13-23 seint í kvöld, hvassast SA-lands. Bætir í ofankomu í kvöld, fyrst A-lands og síðar um landið N-vert, en þurrt að kalla syðra. Úrkomuminna annað kvöld. Frost víða 1 til 7 stig.
Gular viðvaranir eru víða um land
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan 8-13 og dálítil él norðan- og austanlands en léttskýjað suðvestantil á landinu. Frost 0 til 6 stig. Lægir um kvöldið og herðir á frosti.
Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað um norðanvert landð og stöku él á Norðaustur- og Austurlandi fram eftir degi. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.
Á sunnudag og mánudag:
Vestlæg átt, skýjað með köflum og lengst af þurrt. Hiti 1 til 5 stig. Lengst af bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestanátt og rigningu um vestanvert landð, annars skýjað og þurrt. Hiti 0 til 7 stig, mildast SV- og V-lands.