Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Guðmund Gunnarsson sem aðstoðarmann. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.
Guðmundur hefur starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar en var áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Rúv og Fréttablaðinu. Guðmundur var jafnframt oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2021.
Guðmundur mun starfa við hlið Stefaníu Sigurðardóttur sem hefur starfað sem aðstoðarmaður ráðherra frá ársbyrjun.
Umræða