Spillingarlögreglan í Namibíu handtók fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og einn kaupsýslumann í dag. Þegar rannsókninni hefur undið fram vill embættið ná tali af eigendum Samherja og treystir á aðstoð íslenskra yfirvalda við það. Rannsókn á ætluðum mútugreiðslum Samherja til namibískra stjórnmála- og áhrifamanna, stendur sem hæst þar ytra. Í dag handtók lögregla Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem sagði af sér embætti í kjölfar umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar og kaupsýslumanninn Ricardo Gustavo. Þetta kom fram í fréttum Rúv í kvöld.
Þá kom fram að þriggja sé leitað og að það séu svokallaðir hákarlar; Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frændi hans Tamson Fitty Hatuikulipi, sem einnig er tengdasonur sjávarútvegsráðherrans fyrrverandi.
Rúv ræddi við Paulus Noa sem er framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu sem segist vonast eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld enda teygi málið anga sína víða. Hann vilji ná tali af eigendum Samherja og treystir á að íslensk stjórnvöld veiti liðsinni. Al jazzera fjallar um málið.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/22/namibiumenn-furda-sig-a-matarveislu-samherja-a-medan-theirra-thjod-er-hungrud/