Veðuryfirlit
350 km ASA af Hvarfi er heldur vaxandi 988 mb lægð sem fer A og síðar NA, en 1012 mb hæð er yfir Grænlandi.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og léttskýjað í nótt, en stöku él suðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 á morgun. Dálítil snjókoma eða él A-lands, en áfram bjart veður á SV- og V-landi. Frost 0 til 8 stig, en víða frostlaust við SA- og A-ströndina seinni partinn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg átt, skýjað og stöku éljum eða slydduél. Hiti kringum frostmark. Austan 3-8 í kvöld, léttir til og kólnar. Bjartviðri og frost 0 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 22.11.2020 15:25. Gildir til: 24.11.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s, skýjað og dálítil snjókoma eða él N- og A-lands. Hiti kringum frostmark, en kólnar seinni partinn.
Á miðvikudag:
Hæg vestlæg átt og bjart með köflum, frost 2 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa V-lands síðdegis, hvassviðri eða stormur og rigning eða slydda V-til á landinu seint um kvöldið.
Á fimmtudag:
Sunnanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Vestlægari og él S- og V-til um kvöldið.
Á föstudag og laugardag:
Suðvestanátt og él, en þurrt á NA-verðu landinu. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Sunnanátt með slyddu eða rigningu S- og V-lands.