Hugleiðingar veðurfræðings
Fremur hægur vindur í dag, en norðaustan 8-15 m/s norðvestantil. Víða él og hiti nálægt frostmarki. Vaxandi norðanátt í kvöld og fer að snjóa um landið norðanvert, hvassviðri eða stormur og hríð í nótt, en úrkomulítið sunnan heiða. Minnkandi norðanátt á morgun og él á Norður- og Austurlandi fram eftir degi. Frost 0 til 8 stig. Snýst í suðvestan 5-13 annað kvöld með éljum vestanlands.
Veðuryfirlit
300 km NA af Melrakkasléttu er 993 mb lægð á A-leið, en skammt V af landinu er vaxandi 1003 mb lægð sem þokast A. Yfir Grænlandi er 1034 mb hæð, en 1037 mb hæð er yfir Írlandi.
Veðurhorfur á landinu
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en norðaustan 8-15 NV-til. Víða él og hiti kringum frostmark. Hvessir og fer að snjóa í kvöld, en úrkomulítið sunnan heiða. Norðan og norðvestan 15-23 í nótt.
Minnkandi norðanátt á morgun og styttir smám saman upp á N- og A-landi. Norðan 3-10 seinnipartinn, en 10-18 austast. Frost 0 til 8 stig. Snýst í suðvestan 5-13 annað kvöld með skúrum eða éljum V-lands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og él, hiti 0 til 3 stig. Vaxandi norðanátt í kvöld, 10-18 og úrkomulítið í nótt. Lægir á morgun, en suðvestan 5-10 og él seint annað kvöld. Vægt frost.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vestlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og víða rigning eða snjókoma, hiti 0 til 6 stig. Norðan 10-18 og él um kvöldið, en styttir upp S-lands. Kólnandi veður.
Á föstudag:
Norðlæg átt 3-10 og bjart að mestu S- og V-lands. Norðvestan 13-20 um landið A-vert og auk þess él á NA-landi, en lægir og dregur úr úrkomu seinnipartinn. Frost 2 til 10 stig.
Á laugardag:
Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og dálítil él. Frost 1 til 9 stig, en hlánar við SV- og V-ströndina.
Á sunnudag:
Breytileg átt. Rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 6 stig, en dálítil snjókoma og vægt frost á N- og A-landi.
Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum, en rigning eða slydda S-lands.
Discussion about this post