Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu í kvöld var 4,5 milljarðar og kemur sér líklega vel fyrir þann heppna nú um jólin, sem var einn með vinninginn.
En stálheppinn miðaeigandi í Noregi datt svo sannarlega í lukkupottinn, því hann var einn með fyrsta vinning og fær í sinn hlut rúma 4,5 milljarða króna í vinning. Hvorki annar né hinn al-íslenski þriðji vinningur gengu út að þessu sinni.
Gaman er að segja frá því að tveir heppnir áskrifendur voru með 4. vinning og hljóta þeir rúmar 256 þúsund krónur hvor.
Umræða