Tilkynnt var um rán í hverfi 105 í gærkvöld. Tveir menn ógnuðu þar manni með eggvopni og tóku af honum fjármuni. Mennirnir komust undan en talið er vitað hverjir mennirnir eru. Málið er í rannsókn lögreglu.
Ung ölvuð kona var handtekinn á miðnætti í hverfi 107. Konan hafði verið til ama og leiðinda á tónleikum og neitaði að bera andlitsgrímu. Hún hrækti á starfsmenn, sló til þeirra og klóraði þá á staðnum. Hún var færð á lögreglustöð þar sem henni var kynnt að hún yrði kærð fyrir brot á lögreglusamþykkt. Að því loknu fékk konan að halda sína leið.
Afskipti voru höfð af starfsemi veitingastaðar í miðborginni eftir að lögreglumenn sáu sex aðila yfirgefa veitingastaðinn með áfengisflöskur í höndum. Grunur er um brot á sóttvarnarlögum og brot á lögum um veitingastaði.
Umræða