,,Sumar jarðir hafa verið í eigu sömu fjölskyldu í jafnvel í hundruði ára, þá kemur auðmaður með lögheimili í skattaparadís í Mónakó og borgar ekki tekjuskatt hérna og ekki er verið að rækta jörðina. Við þurfum ekkert að leyfa þetta en við leyfum allt hér á landi, hvernær eigum við að stoppa þetta?
Þegar hann er kominn með 69 jarðir eða 109 jarðir? Hann er að kaupa upp allar bestu laxveiðiár landsins, sérstaklega á Austurlandi í kjördæmi forseta Alþingis. Þar er Guðmundur Franklín að vitna í frétt Fréttatímans um kaup breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe á 39 jörðum með miklum auðlindum.
Forsætisráðherra hefur ekkert tekið á málinu og þetta er viðbjóðsleg spilling og það er ekkert tekið á málinu vegna þess að þeir vita að fólk kýs alltaf það sama aftur. Við verðum að fara að vanda okkur aðeins og hætta að kjósa yfir okkur sama ógeðið aftur og aftur og það verður hér aftur hrun vegna óstjórnar.“
Þetta og margt fleira kemur fram í nýjum pistli Guðmundar Franklín Jónssonar, formanns Frjálslynda lýðræðisflokksins hér að neðan.
https://gamli.frettatiminn.is/17/01/2021/39-jardir-a-ruma-sex-milljarda-i-eigu-eins-adila/