Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður suðvestan kaldi eða stinningskaldi með skúrum eða éljum en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 1 til 6 stig en víða vægt frost inntil landsins.
Snemma í fyrramálið gengur hinsvegar í sunnan hvassviðri eða storm með rigningu og hlýnandi veðri en snjókoma og vægt frost á Vestfjörðum. Sums staðar á Vesturlandi má búast við talsverðri rigningu. Það er því útlit fyrir leiðinlegt ferðaveður í öllum landshlutum en einkum á Vestfjörðum. Síðdegis á morgun snýst í suðvestan 13-20 m/s með skúrum eða éljum og kólnandi veðri. Spá gerð: 24.01.2024 06:42. Gildir til: 25.01.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en bjart með köflum norðaustantil. Hiti í kringum frostmark. Gengur í sunnan 18-25 m/s í fyrramálið með rigningu og hlýnandi veðri, en snjókoma og vægt frost á Vestfjörðum. Sums staðar talsverð rigningu vestanlands. Suðvestan 13-20, skúrir eða él og kólnar aftur síðdegis á morgun. Léttir til norðaustanlands annað kvöld. Spá gerð: 24.01.2024 05:25. Gildir til: 25.01.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Gengur í suðvestan og sunnan 10-18 m/s. Víða él, en þurrt að kalla á norðaustanverðu landinu seinnipartinn. Frost 0 til 6 stig.
Á laugardag:
Suðvestan 10-18 og él, en 15-20 við suðurströndina fyrri part dags. Yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 og él, en styttir upp á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 8 stig.
Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt og hlýnar með dálítilli rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla um landið austanvert.
Á þriðjudag:
Mild suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt norðaustantil.
Spá gerð: 24.01.2024 08:22. Gildir til: 31.01.2024 12:00.